Hahaha...

+15°C / 59°F
Þetta er eins heitt og það verður á Íslandi svo það er gott að byrja hér.
Fólk á Spáni er í vetrarúlpum og vettlingum.
Íslendingarnir eru úti í sólinni að worka tanið


+10°C / 50°F
Frakkar fara að huga að "central heating" í húsum sínum.
Íslendingar fara út til að setja niður blóm og slá garðinn.

+5°C / 41°F
Ítalskir bílar fara ekki í gang.
Íslendingar krúsa um á blæjubílum.

0°C / 32°F
Vötn frjósa.
Hvítá verður örlítið rólegri en vanalega.

-5°C / 23°F
Fólk í Kaliforníu frýs næstum í hel.
Íslendingar grilla svona í síðasta skipti því það er komið haust.

-10°C / 14°F
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar skipta úr stuttermabolum í síðerma.

-20°C / -4°F
Ástralir flýja frá Mæjorka.
Íslendingar nota hvert tækifæri til að fara í útilegu áður en veturinn kemur.

-30°C / -22°F
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta að hengja þvott út á snúru.

-40°C / -40°F
París er næstum mannlaus í kuldanum.
Íslendingar standa í biðröð á Bæjarins bestu til að fá sér pylsu og kók!

-50°C / -58°F
Ísbirnir flýja af Norðurpólnum.
Íslendingar setja nagladekk undir bílana sína.

-60°C / -76°F
Mývatn frýs.
Íslendingarnir halda sig innandyra og horfa á video.

-70°C / -94°F
Jólasveinninn flytur suður á bóginn
Íslensku jólasveinarnir eru hressir því þeir geta geymt brennivínið sitt úti í snjónum.

-183°C / -297.4°F
Örverur í mat lifa ekki við þetta hitastig.
Íslenskar kýr kvarta undan köldum höndum bændanna.

-273°C / -459.4°F
Atóm hætta að hreyfast.
Íslendingar byrja að segja "það er dálítið napurt úti í dag!".

-300°C / -508°F
Það frýs í helvíti.
Ísland vinnur Eurovision!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Bara óhugnarlega fyndið! Híhíhíhíhíhíhí.

Ingvar Valgeirsson, 4.6.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband