Elsku Köben...
10.5.2007 | 01:15
Ég hef alltaf sagt að ég ætli að búa í Kaupmannahöfn síðan ég var þar eitt sumar með Báru minni.
Nú síðast í kvöld sá ég mig alveg í anda... í kósý íbúð á 3.hæð í dönsku gömlu húsi með stórum opnanlegum gluggum og ólökkuðum viðargólfum.
Ég sé mig sitja úti í glugga, horfandi á mannlífið á götunni fyrir neðan, berfætt með risastóran kaffibolla (þá verð ég byrjuð að drekka kaffi sko) og hundinn minn á gólfinu fyrir framan mig... hlustandi á Ettu James, Percy Sledge, Sam Cooke, The Righteous Brothers og fleiri góða í Bang og Olufsen græjunum (þýðir ekkert annað) ...
Ég m.a.s. hlóð inn nokkrum góðum lögum í spilarann hérna til vinstri á síðunni bara upp á fílinginn... njótið vel! Og finnst mér einmitt að lagið At Last með Ettu James sé alveg lag kvöldsins... svona rómantískt gamalt "feel good" dívulag...
En nota bene, þessi draumur um Köben er sko alveg í nánustu framtíð og ég býst við að fólk komi og heimsæki mig takk! Og ef Mr. Right er þarna úti og vill flytja með mér þá er honum það guðvelkomið!
Athugasemdir
Hva... fær maður bara stærðfræðispurningu þegar maður ætlar að kvitta í athugasemdir? Guð sé lof fyrir diffrunar kennsluna í STÆ 603 í MH!!!
Allavega, þá fæ ég líka svona Danmerkur-fílinginn annað slagið, það var bara svo ógeðslega gaman hjá okkur. En ákvðeiðin hefur aðeins dalað síðan Friðrik krónprins eignaðist barn númer 2, ég ætlaði mér alltaf að giftast honum en ég fer nú ekki að spilla þessu sambandi hans og Mary úr þessu...
En Rósa mín, gangi þér meget vel í prófunum sem framundan eru og ég bjalla í þig þegar ég er komin í bæinn. Bára
Bára 10.5.2007 kl. 10:41
Bára, danskir prinsar stunda það að skilja eftir annað barnið þannig að nú er færi! og ég kem í heimsókn, hell miða við íbúðina þín þá skal ég meirað segja vera draumaprinsinn svo ég fái að búa þar
louie 12.5.2007 kl. 12:00
well helló:9 já Danaveldi hljómar vel... núna er allavega komið sumar þar! og 20 stiga hiti...vinkona mín býr þar og er orðin brún! þetta er svindl segi ég...svindl
jolly 13.5.2007 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.