La Linea
13.4.2007 | 16:04
Vá hvað ég brosti breitt þegar ég sá Línuna á skjánum í gærkvöldi. Átti ég að trúa þessu... Skjár 1 bara farinn að taka gamla gullmola í sýningu??
Nei heyrðu - Kaupþings auglýsing - tær snilld! Ég þarf eiginlega að þefa uppi þær manneskjur sem sjá um auglýsingarnar fyrir Kaupþing og kyssa þær/þá á báðar kinnar!
Ég brosi alltaf hringinn þegar ég sé annað hvort Línuna eða Klaufabárðana, einfalt og skemmtilegt... ekki eitthvað bull og rugl eins og Powerpuff Girls eða Diggimon... crap! Bara simple fígúrur sem detta á hausinn eða stíga á hrífu eða eitthvað... ekki með leiser augu og eitthvað rugl!
Það er föstudagurinn þrettándi í dag já, það hlýtur eiginlega að gerast eitthvað gott í dag, annað getur ekki verið. Ég hef fulla trú á því.
Og eins og í fyrri færslum, hef ég tekið upp á því að spyrja í lok hverrar færslu...
p.s. Jana, er du fuld?
Því án gríns, þá held ég að Jana liggi í bleyti þarna úti í Danaveldi hvern einasta dag, þessir Danir sko... Hún kemur allavega vel marineruð heim aftur, ef hún kemur þá heim aftur á annað borð... hvernig var það Jana, ætlarðu að koma "heim"?
Athugasemdir
Hæ elskan. Það er allt óvíst enn sem komið er.. ef mr. youknowwho heldur áfram að vera svona æðislegur þá held ég að ég komi bara ekki neitt P.s. Enginn bjór innbyrður í dag.. ekki ennþá amk!
Jana RR, 14.4.2007 kl. 16:46
Hæ hæ frænka,
já þvílík snilld sem línan er, man sko alveg eftir þessu, hér er linkur þar sem þú getur horft á:
http://www.tv5.org/TV5Site/la_linea/
Kv. Guðrún klippikona
Guðrún Edda klippikona 15.4.2007 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.