Ég
12.4.2007 | 13:54
Ég á að vera að læra, en er ekki að gera það = ekkert nýtt
Ég eyddi páskafríinu í almenna afslöppun og svefn þegar ég átti að vera að læra, ég tók ekki einu sinni til = ekkert nýtt
Ég fór hins vegar norður á Akureyri í 2 daga í heimsókn til Báru minnar, slappaði af og sofnaði yfir vidjó annars staðar en heima hjá Báru (já... ég sofnaði, ég var ekki að gera neitt af mér ;)
Ég er að spá í að flytja til útlanda eftir BSc... ég er ekki tilbúin eða nógu þroskuð til að fara út á vinnumarkaðinn í dragt og hælaskóm... og þessi gráða BSc... eða eins og góður vinur minn sagði: "BullShitcrap" - því án gríns, mér finnst ég ekkert vera neitt ofsalega mikið gáfaðri eftir 2 ár í háskóla, ég treysti mér engan veginn í einhverja svaka important vinnu þar sem talað er um fjármál og hagfræði... shh!!!
Jú svo er þetta karlmannsleysi alveg farið að segja til sín öðru hverju...
Hvor er livet fru Stella?!?
Ég ætla að fara í bað, hlusta á rómantíska tónlist og vorkenna sjálfri mér aðeins hvað ég á bágt...
p.s. er Jana full?
Athugasemdir
Sem stendur er Jana "í glasi" eins og hún kýs að kalla það ;)
Iss góða mín sko, lífið verður ekkert betra ef maður liggur bara í baði og vorkennir sér.... trúðu mér sko, ég hef alveg prófað það... jafnvel grenjað í baði OG étið súkkulaði ofan í því en ekkert virðist virka... láttu mig vita ef þú finnur ráð :P
Tinna 12.4.2007 kl. 14:07
Komdu til Kbh.. hér erum við alltaf kát og glöð og í glasi
Jana RR, 12.4.2007 kl. 14:35
Takk fyrir komuna Rósa mín :) En ekkert volæði, bara halda ótrauð áfram! Þú verður að velja rétt, þannig að bíddu bara þangað til á sá rétti kemur niður flæðilínuna ;)
Bára Sigurjónsdóttir 13.4.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.