Gamalt og gott
12.3.2007 | 13:50
Ég varð eiginlega bara að setja þessa mynd hérna inn...
Þetta erum við Bára semsagt fyrir jólin 2002 þegar Bára var að útskrifast sem stúdent. Ég var að renna gegnum gamlan póst á hotmail og fann þessa mynd í pósti frá Báru minni. Yfirskriftin var "Við erum svo útreiknanlegar! Alltaf 2 og alltaf eins!" - haha! Þessi mynd er tekin á Sólon, þar vorum við Bára með okkar annað heimili heilan vetur 2002-2003.
Við vorum nokkurn veginn samvaxnar á mjöðm þennan vetur, eftir að hafa deilt rúmi í Kaupmannahöfn í 3 mánuði sumarið þarna á undan.
En já Sólon...held að við höfum hætt að venja komur okkar þangað eftir að Bára fékk flösku í höfuðið eitt kvöldið... já glerflösku!!!
Hehe, elska annars að sjá svona "gamlar" myndir ;)
Athugasemdir
Hahahaha! Ég var einmitt að skoða myndir frá 23 ára afmælinu mínu sem ég hélt þegar ég bjó á Grundarstígnum. Gaman af þessu... ;)
Bára klára 12.3.2007 kl. 14:00
vá hvað þú ert að skemmta þér elskan
louie 12.3.2007 kl. 19:10
Haha já ég man eftir því þegar þessi mynd var tekin. Gaurinn kallaði á okkur sem tók myndina og ég var í miðjum klíðum við að senda sms...(pottþétt klámfengið) og var ekki par sátt við að vera trufluð!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 13.3.2007 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.