Svona fullorðins...

 Ég var að koma heim úr vinnunni, fyrsta kvöldið mitt og vitiði hvað, það gekk bara þrusuvel! Ég er að finna sölumanninn í sjálfri mér allt í einu... fæ þvílíkt rush við þetta ;) - Það gekk þó engan veginn eins og í sögu að komast í vinnuna skal ég segja ykkur. Ónei... ég ákvað að fara nú snemma af stað til þess að ná að taka bensín hérna út á Hjarðarhaga áður en ég rúllaði niður í vinnu.
Heyrðu, haldiði að ég hafi ekki gleymt visakortinu heima og gat því ekki borgað... hringdi í Tinnu í stresskasti og bað hana um að lána mér, heyrðu það gekk ekki betur en það að síminn dó í miðju símtali for no reason og kveikti ekki á sér! Heyrðu jæja, þarna var klukkan orðin 17:25 og ég að verða of sein í vinnuna, stíflaði afgreiðsluna á bensínstöðinni og með enga peninga...ok allt er þegar þrennt er en þetta reddaðist nú að lokum því afgreiðslustelpan á sama afmælisdag og ég og leyfði mér að nota kortanúmer gegnum síma því hún vorkenndi mér svo... fjúkkit!

Heyrðu já ég er semsagt orðin sölu- og markaðsfulltrúi hjá Kaupþingi banka - geggjað fullorðin... farin að vinna hjá banka! Og heyrðu... fyndin tilviljun, fyrsta manneskjan sem hringt er í meðan ég er að hlusta í vinnunni á LÍKA afmæli sama dag og ég... POTTÞÉTT ekki tilviljun... it's the greatest day of the year you see!

Og heyrðu, annað... ég merkti bjölluna hjá mér í gær. Ég er semsagt ekki lengur "Æ þarna... ómerkta bjallan á hurðinni vinstra megin!"  -  nei núna með merkta bjöllu... ýkt fullorðins sko! Nú get ég farið að fá ruslpóst stílaðan á mig - VÓ en heppin!

Uppáhaldssíðan mín á netinu þessa dagana er heimasíða Þorsteins Guðmundssonar

"Heyrðu" er uppáhaldsorð þessarar færslu... takk fyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bjöllumiðann :D Minnti mig á að endurnýja minn sem var plokkaður af um daginn ;)

Ásrún 28.2.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband