Eru konur líka menn?
14.2.2007 | 01:55
Tja... í þessu tilfelli er ég ekki viss! Þær líta eingöngu út eins og hópur af klæðskiptingum í mínum augum!
Það verður fyndið þegar það kemur í ljós að eitthvað af þeim eru karlmenn með typpið teipað á milli lappanna... svona jafn fyndið og þegar Britney Spears sagðist í raun og veru ekki vera hrein mey... semsagt DÖH, kemur á óvart!!!!
Jæja, ég er nú ekki týpan sem bloggar um celebin svona reglulega en þessi mynd var bara alveg of góð/slæm til að sleppa því að blogga aðeins um hana...
Ég er annars að fara í grímubúningaafmæli á föstudaginn hjá Eyrúnu, spurning um að klæða sig upp eins og eitthvað fyndið celeb... eða nota bara gamla góða jarðarberið með grænu spandexhettunni sem ég dimmiteraði í...?
Já maður spyr sig...
Athugasemdir
nú hiksta ég, eru þetta celeb? og afhverju er það að koma í ljós að þær eru mögulega með uppteypað typpi (sem hlýtur að vera vont miða við að það getur verið dauði að taka plástur af litla putta, hvað þá að afteypa typpi)
annars vildi ég bjóða þjónustu mína, ég á broskalla-búning, indjánafjaðrir, djöflahorn, evu-búing (afskaplega simpill), draugabúing (líka mjög svo simpill), engill-að-verða-mennskur-búing og alveg ýmislegt fleira
louie 15.2.2007 kl. 09:36
Já þetta eru þessar margumtöluðu Pussycat Dolls...
Mig langar nú að forvitnast meira um "engill-að-verða-mennskur" búninginn!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 15.2.2007 kl. 16:26
Fyndið, við Silja vorum einmitt að ræða það fyrir ekki svo löngu síðan að þær væru nú upp til hópa eins og dragdrottningar. Svo syngur eiginlega bara ein af þeim, sú kann ekki að syngja fyrir fimmaur (hljómar samt merkilega vel þegar búið er að renna röddinni gegnum upptökuferlið) og hinar ekki heldur og svo dansa þær ekki vel. Merkilegt mál í alla staði.
Halldór 15.2.2007 kl. 19:56
ég hélt að álfar væru bara kannski menn?
Vigga 15.2.2007 kl. 20:38
MU HA HA HA HA... æ shit, you killed me of hlátur
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 15.2.2007 kl. 20:43
hehehehe.. Rósa.. you complete me
Vigga 15.2.2007 kl. 20:47
You still look like an ass to me...
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 15.2.2007 kl. 20:57
If I'm not back in five minutes.. just wait longer!
Vigga 15.2.2007 kl. 23:57
Þú manst annars eftir snilldar búningnum sem við grófum upp á netinu? Við verðum að kaupa hann einhvern tíman og frumsýna í frábæru partýi.. top secret að sjálfsögðu hver búningurinn er
Vigga 16.2.2007 kl. 00:14
bíddu bíddu. hvaða voða fan ert þú, skiptir bara um myndir af þeim hægri og vinstri. en þú vildir forvitnast so forvitnast away http://louie.myphotoalbum.com/view_photo.php?set_albumName=album10&id=n_tt_057 og http://louie.myphotoalbum.com/view_photo.php?set_albumName=album10&id=n_tt_058
þetta vakti mikla lukku, náði samt ekki að saga meiraf vængjunum. og já ef þú skilur þetta ekki (þá fallast mér hendur) þá hleypur þú eins hratt og fætur toga á næstu vídjóleigu og horfir á dogma.
louie 16.2.2007 kl. 09:45
Já hin helvítis myndin datt út! Varð að finna nýja
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 17.2.2007 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.