The Patriot

Lífið vestur í bæ er að fara vel af stað. Ég sef mjög vel, svefnherbergið mitt er eins og lítið hús... eða tjald og ég heyri í rigningunni á litla þakglugganum fyrir ofan rúmið mitt eins og þegar það rignir á tjaldhiminn, voða róandi. Svo gægist sólin inn um þennan litla glugga líka á morgnana og kitlar mig í nebbann. Ég er líka að læra að fara í bað í stað þess að fara í sturtu, sem verður örugglega skrýtnast fyrir mig því ég er háð því að fara í hressandi morgunsturtu, ég hef ekki farið í bað í mörg ár! (hehe, já það er satt hjá þér Soffía, alltaf fyndið að segja þetta! Grin en nei Soffía, ég festi mig ekki ofan í baðinu í þetta skiptið...) Og svo er ég alveg gáttuð á því hvað það er ódýrt að taka leigubíl heim úr bænum, það tók því varla á laugardaginn... ég var rétt búin að segja manninum hvar ég byggi þegar bíllinn stoppaði fyrir utan! 760 kr takk...

Ég horfði svo á Ísland - Frakkland í gær heima í Grafarvogi. Það var spennandi, ég verð að viðurkenna það! Það er samt alveg á kristaltæru að ég er ramm-gagnkynhneigð single kona þar sem ég hugsaði eingöngu um það hversu kynæsandi þessir karlmenn væru, og þá er ég sérstaklega að tala um Sigfús Sig... en nóg um það!

Ég var sökuð um það á sunnudaginn að vera ekki nógu mikill patriot því mér fannst ekki spennandi að horfa á Ísland - Úkraína... en málið er það, að ég er patriot! Ég er hrikaleg þjóðremba -"Ísland, bezt í heimi" - ö... það er ég! Ég þarf bara að vera í mjög sérstöku skapi til að fá mig til að setjast niður og horfa á fullorðna menn í boltaleik!

Og ef við viljum tala um boltaíþróttir þá þekki ég m.a.s. einn handboltamann eða tvo... bæði fyrrum leikmann landsliðs og núverandi leikmann... einhvers liðs öss! OG að ég minnist nú ekki á hann Lárus bróðir og liðið hans í Fjölni, þeir stefna hátt... og eru skuggalega góðir í körfu miðað við aldur! Mér finnst handbolti og körfubolti töff íþróttir... en ekki fótbolti, þá erum við orðin of boring fyrir minn smekk! Allt í lagi, hvað er fótboltaleikur langur? Klukkutími? Einn og hálfur? Neeeei... ekki tveir?!? COMMON, fyrir utan það að horfa á þessa karlmenn hlaupa fram og aftur, marga kílómetra, með stælta og stinna rassa og læri Wink, þá gerist stundum EKKERT í þessum leikjum... "Jafntefli núll-núll!" - HVAÐ er spennandi við það... ha?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

viltu að ég skili kveðju til Fúsa frá þér...

kv. Elí

Elí 24.1.2007 kl. 08:21

2 identicon

ég sá sigfús fyrst (alveg satt)! sá sem sá fyrst á, er það ekki reglan

louie 24.1.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Bíddu góðan daginn... skila kveðju hvað?!?

Og Louisa... þú mátt eiga bróður minn í staðinn ef ég fæ Fúsa ;) Hahaha... er það ekki orðið desperate, að fara að trade-a fjölskyldumeðlimum í staðinn fyrir handsome karlmenn?

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 24.1.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband