Fresh & fine... með málningu í hárinu!

Jæja þá í þetta sinn... 

 Þá er ég komin hingað!

Undanfarnar 2 vikur hef ég verið á haus og á kafi í málningarvinnu í íbúðinni minni sem ég er um þessar mundir að koma mér fyrir í. Nei, ég var ekki að kaupa heldur er ég að fara að leigja... bara til að klára þær fyrirspurnir! Frá og með helginni verð ég íbúi í kósý risíbúð í 107 Reykjavík og mun vonandi líka það mjög vel! Ég held samt að ég eigi eftir að vera heimalingur hérna í Miðhúsunum... ég sakna familíunnar bara strax!

Tinna hefur verið mín hægri hönd í þessu stússi og erum við búnar að grínast með það að hún þurfi bráðum að skila inn skattkorti til mín! ...allavega skulda ég henni mörg skot, jafnvel heilu flöskurnar!Það er ekkert búið að vera neitt grín að taka íbúðina í gegn sko... sé eiginlega eftir því að hafa ekki tekið fyrir og eftir myndir Errm - damn it...
...en en dæmi um það sem þurfti að laga (fyrir utan það að þrífa og þrífa og þrífa... eeew) eru: bleikir dyrakarmar, bláar eldhúshurðir með æpandi appelsínugulum bakhliðum, bláar og bleikar flísar fyrir ofan vaskinn, stórfurðulegt klósett fyrirkomulag, sem er nú orðið fancy as hell vegna snilldar pabba míns! Baðherbergið er svooo lítið.. og undir súð... og eiginlega minnsta herbergi sem ég hef komið inn í, venjulegt klósett nær veggjanna á milli þarna inni, og þess vegna er mitt klósett eilítið á ská, sem er bara fyndið og skemmtilegt.  Spurningin var að skella bara inn eins og einu risaklósetti þarna inn, og spyrja bara alla sem kæmu í heimsókn til mín hvort þeir kynnu ekki örugglega að stíga á bak á hesti... því þannig þyrfti að setjast á klósettið! Það liggur við að þetta sé skápur... en talandi um skápa, mér tókst að læsa mig inni í forstofuskápnum mínum eitt kvöldið þarna, en sem betur fer var Tinna á svæðinu og hleypti mér út... Er ekki frekar slæmt að ég festist inni í skápum á mínu eigin heimili? Whistling

...ég hef annars lítið breyst síðan á síðasta ári held ég... en ef svo er, þá held ég að það hafi bara verið til góðs!

Heyrumst,

Rósa - "not a girl, not yet a woman!" (eins og hún vinkona mín Britney sagði forðum)

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jana RR

Mér finnst ég vera að missa af svo miklu þarna á landi Ísa!

Til hamingju með íbúðina elskan, ég veit að það á eftir að vera kósí hjá þér, þú ert svo mikill fagurkeri.

Vonandi verður meira um sealasa nú þegar þú ert orðin ein

Jana RR, 19.1.2007 kl. 17:33

2 identicon

Til lukku með nýju íbúðina... og nýju síðuna. síðan er a.m.k. mjög flott, á eftir að fá að sjá íbúðina (ég er sérstaklega spennt að sjá baðkarið þar sem þú sast föst )

soffía snædís 20.1.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband