Hafið þið einhvern tímann verið í sveit?
7.3.2007 | 14:04
Mamma sendi mér þetta í pósti fyrir löngu síðan, langaði að deila þessu með ykkur þar sem þetta er svo yndislegt!
Uglan
(eftir stúlku í 5.bekk)
Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur þannig að ég ætla skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr. Hún hefur sex hliðar þ.e. hægri hlið, vinstri hlið efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún halann sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær komist ekki í mjólkina.
Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að munnurinn geti verið einhversstaðar. Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða með. Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, allveg endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að en húngetur búið til meira og meira.
Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langt langt í burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu. Karlmannskýr eru kölluð naut. Þau eru ekki spendýr.
Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái nóg. Þegar þær eru svangar þá baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er það vegna þess að þær eru pakksaddar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kl. 03:25
1.3.2007 | 03:31
Ég stóð mig að því að liggja uppi í rúmi með tölvuna just now að skoða heimasíðu Hagstofunnar. Bara að velta fyrir mér fólksfjölda, atvinnuleysi milli ára, nafngiftum landans og allt þar fram eftir götunum... og jafnframt því að reikna í Excel svona hinar ýmsustu formúlur og spekúlasjónir út frá þessum tölum... og dást að því hversu skýrt þetta er sett fram og hversu aðgengilegar þessar tölur eru.
Það er greinilegt að ég er á réttri hillu að vera í viðskiptafræðinni fyrst það er þetta sem ég er að gera um miðja nótt og hef virkilega gaman af!
Einhver ætti að koma og slá mig utan undir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Svona fullorðins...
21.2.2007 | 22:38
Ég var að koma heim úr vinnunni, fyrsta kvöldið mitt og vitiði hvað, það gekk bara þrusuvel! Ég er að finna sölumanninn í sjálfri mér allt í einu... fæ þvílíkt rush við þetta ;) - Það gekk þó engan veginn eins og í sögu að komast í vinnuna skal ég segja ykkur. Ónei... ég ákvað að fara nú snemma af stað til þess að ná að taka bensín hérna út á Hjarðarhaga áður en ég rúllaði niður í vinnu.
Heyrðu, haldiði að ég hafi ekki gleymt visakortinu heima og gat því ekki borgað... hringdi í Tinnu í stresskasti og bað hana um að lána mér, heyrðu það gekk ekki betur en það að síminn dó í miðju símtali for no reason og kveikti ekki á sér! Heyrðu jæja, þarna var klukkan orðin 17:25 og ég að verða of sein í vinnuna, stíflaði afgreiðsluna á bensínstöðinni og með enga peninga...ok allt er þegar þrennt er en þetta reddaðist nú að lokum því afgreiðslustelpan á sama afmælisdag og ég og leyfði mér að nota kortanúmer gegnum síma því hún vorkenndi mér svo... fjúkkit!
Heyrðu já ég er semsagt orðin sölu- og markaðsfulltrúi hjá Kaupþingi banka - geggjað fullorðin... farin að vinna hjá banka! Og heyrðu... fyndin tilviljun, fyrsta manneskjan sem hringt er í meðan ég er að hlusta í vinnunni á LÍKA afmæli sama dag og ég... POTTÞÉTT ekki tilviljun... it's the greatest day of the year you see!
Og heyrðu, annað... ég merkti bjölluna hjá mér í gær. Ég er semsagt ekki lengur "Æ þarna... ómerkta bjallan á hurðinni vinstra megin!" - nei núna með merkta bjöllu... ýkt fullorðins sko! Nú get ég farið að fá ruslpóst stílaðan á mig - VÓ en heppin!
Uppáhaldssíðan mín á netinu þessa dagana er heimasíða Þorsteins Guðmundssonar
"Heyrðu" er uppáhaldsorð þessarar færslu... takk fyrir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"I'm going out for a bite to drink..."
17.2.2007 | 14:12
Ég klæði mig semsagt ekki upp svona bara að gamni mínu, fannst ég þurfa að hafa það á hreinu ;)... væri samt skemmtilegt að hafa svona þemadag einu sinni í viku og vera alltaf vampíra á föstudögum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru konur líka menn?
14.2.2007 | 01:55
Tja... í þessu tilfelli er ég ekki viss! Þær líta eingöngu út eins og hópur af klæðskiptingum í mínum augum!
Það verður fyndið þegar það kemur í ljós að eitthvað af þeim eru karlmenn með typpið teipað á milli lappanna... svona jafn fyndið og þegar Britney Spears sagðist í raun og veru ekki vera hrein mey... semsagt DÖH, kemur á óvart!!!!
Jæja, ég er nú ekki týpan sem bloggar um celebin svona reglulega en þessi mynd var bara alveg of góð/slæm til að sleppa því að blogga aðeins um hana...
Ég er annars að fara í grímubúningaafmæli á föstudaginn hjá Eyrúnu, spurning um að klæða sig upp eins og eitthvað fyndið celeb... eða nota bara gamla góða jarðarberið með grænu spandexhettunni sem ég dimmiteraði í...?
Já maður spyr sig...
Bloggar | Breytt 21.2.2007 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Of fyndið
9.2.2007 | 15:16
Ok, ef einhver hefur séð South Park þegar Cartman sá rassafólkið og gat ekki hlegið því það var of fyndið... mér líður þannig núna eftir að hafa séð þessa færslu hjá Silju...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bíddu... heh?
7.2.2007 | 01:22
Ég er svo spennt, ég á ekki orð yfir þetta... ég sit í stofunni... heima hjá mér... NETTENGD!!! It's way too sweet!!!
Og ég er komin með heimasíma, geggjað fullorðins... takk fyrir Elísabet! Og hey, ég varð að hella upp á kaffi þegar ég kom heim í kvöld. Þó svo að ég hafi ekki drukkið það þá ilmar eldhúsið hjá mér af kaffi - þvílíkt heimilislegt...!
Jæja, ætla að gera eitthvað nettengt... svona nettengd ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)